SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
11.11.2004 - KOLLGÁTA-ARKITEKTASTOFAN Í GILINU
Arkitektastofan Kollgáta ehf. hefur fest kaup á gamalli kartöflugeymslu sem staðsett er efst í gilinu hjá Brekkuskóla. Framkvæmdir eru þegar hafnar og byrjað var á því að hreinsa rusl sem var þó nokkurt út úr geymslunni. Eins var grafið frá henni svo að útveggurinn sem snýr að götunni verði sjáanlegur. Það voru síðan sjálfir starfsmenn arkitektastofunnar Kollgátu ehf. sem teiknuðu endurbæturnar á húsnæðinu, en þangað hyggjast þeir flytja starfsemi sína þegar húsnæðið verður tilbúið. Geymslan er ábyggilega stærri en margur heldur, hún er skipt upp í 6 hólf og á því eftir að rúma tvær skrifstofur, fundarherbergi og annað það sem nauðsynlegt er fyrir starfsemi arkitektastofu.

Myndirnar hér til hægri eru unnar af Kollgátu ehf.

Til baka