SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
15.10.2004 - HJALTEYRARGATA 8
Í byrjun þessa mánaðar hófust framkvæmdir að Hjalteyrargötu 8. Það var Trukkurinn ehf. sem keypti húsið fyrr á þessu ári og réð SS Byggir til verksins nú í sumar. Kollgáta var síðan fengið til þess að hanna og teikna breytingarnar. Það þurfti að breyta húsinu t.d með tilliti til starfsemi Trukksins en þeir fást við bíla- og vélaviðgerðir. Hægt er að fræðast meira um fyrirtækið og starfsemi þeirra á heimasíðunni www.trukkurinn.is. Verkstjóri er Njáll Harðarson sem einnig er verkstjóri í Skálateig 1-3-5-7.

Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdunum ásamt mynd af Sveinbirni Sveinbjarnarsyni þar sem hann stendur fyrir framan húsnæðið að Hjalteyrargötu.

Útlitsmyndin er unnin af Kollgátu.


Til baka