SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
24.9.2004 - SPARKVÖLLUR Í BREKKUSKÓLA
Það er stutt í að sparkvöllur KSÍ sem er á lóð Brekkuskóla verði formlega tekinn í notkun. Aðeins á eftir að klára lýsinguna og grindverkið sem lokar vellinum nánast allan hringinn. Völlurinn er orðinn glæsilegur og á vafalaust eftir að gleðja nemendur skólans þegar skólastarf hefst að nýju. Hægt verður að nota völlinn allt árið um kring þar sem hann er upphitaður en hann er einnig með betri lýsingu en tíðkast hefur á skólavöllum til þessa. Sparkvöllur í líkingu við þennan verður einnig í Oddeyrarskóla en KSÍ hefur ákveðið að koma upp 40 völlum um allt land á næstu tveimur árum. Hugmyndin er sú að vellirnir eiga að vera öruggt og skemmtilegt leiksvæði.

Til baka