SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
9.9.2004 - KYNNINGARFUNDUR Í KETILHÚSINU
Eftirfarandi stendur á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is;

Almennur kynningarfundur um skipulag á lóð Baldurshaga verður haldinn í Ketilhúsinu á fimmtudagskvöld 9. september kl. 20.00. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um skipulag bæjarins. Umhverfisdeild boðar til þessa opna fundar samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar en á fundinum verður kynnt tillaga að 12 hæða Fjölbýlishúsi við Þórunnarstræti norðan Lögreglustöðvar. Talsverðar umræður spunnust í bænum um þessa tillögu og því ætti fundurinn að vekja verðskuldaða athygli og verður vonandi vel sóttur af bæjarbúum.

Til baka