SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
30.8.2004 - NIÐURRIF GAMLA SKÓLA
Nýbygging Brekkuskóla hefur verið afhent og nú taka við breytingar á eldra húsi skólans sem verður tengd nýbyggingunni. Um mitt sumar var ráðist í að tæma húsið af húsgögnum ofl.. Í byrjun ágúst var síðan byrjað að brjóta niður innveggi og annað sem þarf að rífa áður en uppsteypun hefst. Þetta er mikil framkvæmd því húsið er stórt og ein af stærri framkvæmdunum er væntanlega niðurrif skólans.

Nú þegar nýbyggingu skólans er að mestu leyti lokið færist allur þungi yfir á gamla húsið sem á að afhendast um miðjan ágúst á næsta ári. Eldra húsið á að vera að mestu undirlagt af skólastofum á meðan nýbygging mun hýsa kennaraaðstöðu, tónlistarsal, mötuneyti og hátíðarsal. Á meðan breytingar standa yfir í eldra húsi skólans verða nemendur með stofur sínar að mestu í Íþróttahöllinni og í nýbyggingunni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við byrjun framkvæmda í eldra húsi skólans.

Til baka