SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
19.8.2004 - STYTTIST Í SKÓLABYRJUN
Þessa dagana er mikill mannskapur við vinnu upp í Brekkuskóla. Þegar mest var voru um 90 manns að störfum í nýbyggingu skólans og á lóð hans. Í kringum 70 manns voru á svæðinu á vegum SS Byggir ehf., bæði starfsmenn fyrirtækisins og undirverktakar. Einnig voru bæjarstarfsmenn að störfum við að laga gangstéttar meðfram skólanum og verið var að malbika við suðurhlið skólans. Allt kapp er lagt á að klára verkið fyrir föstudagskvöld. Um helgina verður skólinn þrifinn hátt og lágt og kennarar munu koma sér fyrir í kjölfarið.

Á mánudaginn byrjar skólinn og verður setningin haldin í íþróttahöllinni en í nýbyggingu skólans munu kennarar og starfsfólk hafa aðstöðu sem og nemendur en nokkrar kennslustofur verða settar þar upp til bráðabirgða. Því mun mikið mæða á starfsfólki skólans næstu daga og vikur að koma sér fyrir og læra á nýju aðstöðuna.

Til baka