SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
4.6.2004 - TILLÖGUR KYNNTAR
Tillögur um Baldurshaga voru ræddar á almennum kynningarfundi sem Umhverfisdeild Akureyrarbæjar stóð fyrir 3. júní í fyrirlestrasal Háskólans á Akureyri í Þingvallarstræti.

Fundurinn var haldinn vegna áhuga SS Byggis á að byggja fjölbýlishús á lóð Baldurshaga en á fundinum kynnti Logi Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu þær hugmyndir sem fyrirtæki hans hefur verið að vinna fyrir SS Byggir. Fundurinn var vel sóttur af íbúum bæjarins og nefndarmenn umhverfisráðs sem voru á fundinum sögðust ætla að taka mið af þeim skoðunum sem þar komu fram.

SS Byggir vill þakka góð orð sem höfð voru á fundinum um fyrirtækið og vonar að sú hugmynd um byggingu fjölbýlishúss á þessum stað verði að veruleika.

Til baka