SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
2.6.2004 - HEIMSÓKN FRÁ SÍÐUSKÓLA
Skólar landsins eru í óða önn að klárast þessa dagana og hafa skólar bæjarins staðið fyrir stuttum ferðum fyrir nemendur sína og t.d hafa eldri krakkar úr grunnskólum bæjarins farið í starfskynningu. Í gær kom nemandi úr Lundarskóla í starfskynningu og í dag kom bekkur úr Síðuskóla ásamt kennara sínum í heimsókn.

Eftir að hafa fengið stutta kynningu frá Jóni Einari sem er starfsmaður verkstæðisins fóru þau upp í Brekkuskóla. Í Brekkuskóla tók Steinþór Örn, smiður hjá fyrirtækinu á móti þeim og leiddi hann þau um svæðið. Þar skoðuðu krakkarnir nýbyggingu skólans sem er komin langt á veg. Þessir krakkar eru í 10. bekk og gerðu þau verkefni fyrr í vetur um fyrirtækið og starfsemi þess sem var hluti af stærra verkefni sem kallast “Iðnaður og skóli”.

Til baka