SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
1.6.2004 - LINDASÍÐA

Fyrsta raðhúsalengjan af fjórum er komin vel á veg í Lindarsíðu. Unnið er að lokafrágangi innanhúss og klárað verður að malbika og helluleggja að utan eftir það en næstu raðhúsalengjur munu rísa í haust. Í boði eru íbúðir á fyrstu hæð með bílskúr en á annarri hæð með stórum svölum.

Einungis tvær íbúðir eru eftir í þessu húsi en einnig er byrjað að taka niður á lista fyrir næstu hús. Þess má geta að íbúðirnar verða bæði til sölu og leigu og flytja fyrstu íbúarnir inn í byrjun júní.

Myndirnar hér til hægri eru teknar af lokafrágangi fyrstu íbúðarinnar, hún er á annarri hæð og henni fylgja stórar svalir sem er yfir bílskúrnum. Gólfhiti er í húsinu og þar af leiðandi eru engir ofnar á veggjum. Útsýnið af annarri hæð er mjög gott þar sem húsið stendur í smá halla ef miðað er við húsin fyrir framan.


Til baka