SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
18.5.2004 - MIKILL FJÖLDI Á OPNU HÚSI
Mikill fjöldi lagði leið sína í Skálateig og í Lindarsíðu á opið hús sem fyrirtækið hélt þann 8. maí síðastliðinn. Sýnd var ein fullbúin íbúð í Skálateig 5 en síðustu íbúðirnar í Skálateig 3, 5 og 7 eru bæði til sölu og leigu. Í fullbúnu íbúðinni voru húsgögn frá Örkin hans Nóa og heimilistæki frá Siemens. Í Skálateig 1 voru tvær 60 m2 íbúðir sýndar en þær eru allar til leigu, út í Lindarsíðu voru sýndar íbúðir sem eru í byggingu en einnig var fyrirhuguð bygging við Baldurshaga kynnt lítillega. Komnar eru tvær tillögur að þeirri byggingu en þetta verkefnið er ný tilkomið.

Við hjá SS Byggir ehf. viljum þakka öllum þeim sem komu og skoðuðu íbúðirnar hjá okkur og einnig viljum við þakka góðar undirtektir fyrir komandi verkefni.


Til baka