SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
Verkefni

Hálönd - orlofsbyggð
Verkkaupi:Orlofshús til sölu á frjálsum markaði
Arkitekt:Kollgáta - Akureyri
Byggingartími:Fyrstu framkvæmdir fyrirhugaðar á árinu 2012
Byggingarkostnaður:

Þegar hafa verið afhent 14 fullbúin orlofshús í Hálöndum. Árið 2015 verða afhent orlofshús við götuna Hrafnaland í Hálöndum.


16.2.2017 - VR kaupir tvö orlofshús í Hálöndum

VR hefur fest kaup á tveimur orlofshúsum í Hálöndum sem afhent verða nú í vor. Húsin sem um ræðir eru Holtaland 4 og Holtaland 6. VR bætist í góðan hóp stéttar- og starfsmannafélaga sem valið hafa að eignast orlofshús í Hálöndum. Önnur félög sem eiga og reka orlofshús í Hálöndum eru m.a.:
Skjöldur, starfsmannafélag Arion-banka (2 hús), 
FÍA, 
Orkuveita Reykjavíkur,
BHM (3 hús),
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, 
Félag flugvirkja,
Flugfreyjufélag Íslands og
Olís.

Alls hefur SS Byggir lokið við byggingu um 30 orlofshúsa í Hálöndum og fleiri eru í byggingu.
 Skoða alla fréttina


13.12.2016 - BHM fær afhend hús í Hálöndum

BHM hefur fengið afhend orlofshús sín við Holtaland 10 og 12. Fyrir átti félagið Hrafnaland 7. Hús BHM eru þau fyrstu við götuna Holtaland sem SS Byggir ehf afhendir kaupendum. Næsta afhending orlofshúss í Hálöndum er á nýju ári en þá fá Flugvirkjar afhent hús sitt við Holtaland 11. Í dag er búið að steypa upp 9 hús af 12 við Holtaland og verða þau afgreidd á næsta ári, hvert af öðru. Upplýsingar um hús til sölu í Hálöndum er hægt að nálgast á www.fasteignir.is og á skrifstofu SS Byggir ehf.Skoða alla fréttina


1.3.2016 - Eitt hús eftir til sölu í Hrafnalandi

Góður gangur er í framkvæmdum í Hálöndum. Eins og fram hefur komið á heimasíðunni, þá voru reist og seld 14 orlofshús við götuna Hrímland á árunum 2013 til 2014. Árið 2015 hófust framkvæmdir við 12 hús við götuna Hrafnaland. Nú hafa 11 af þessum tólf orlofshúsum verið seld og þar af hafa 8 verið afhent. Eitt hús er enn til sölu sem verður til afhendingar í sumar en það er Hrafnaland 1. Síðar á þessu ári eru fyrirhugðar gatnaframkvæmdir við Holtaland en þar munu rísa 12 orlofshús síðar á þessu ári og fram á það næsta.Skoða alla fréttina


16.11.2015 - Hrafnaland - framkvæmdir á haustdögum

Starfsmenn og undirverktakar SS Byggir hafa nýtt veðurblíðuna í haust til byggingar orlofshúsa við götuna Hrafnaland í Hálöndum. Nú þegar eru sjö hús af tólf seld og mikið er um fyrirspurnir þessa dagana. Búið er taka grunna og steypa plötu allra tólf húsanna og er stefnt að því að ljúka uppsteypu þeirra  á þessu ári.Skoða alla fréttina


8.10.2015 - Unnið að malbikun í Hálöndum

Í þessari viku hefur verið unnið að malbikun á götu og bílastæðum við götuna Hrafnaland í Hálöndum. Það er fyrirtækið KM Malbikun ehf sem vinnur verkið fyrir SS Byggir ehf. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá malbiksframkvæmdunum.Skoða alla fréttina


22.9.2015 - Búið að selja 21 orlofshús í Hálöndum (myndir)

Nú í september verður fimmta húsið við götuna Hrafnaland í Hálöndum afhent eigendum sínum en síðari á árinu verða tvö hús til viðbótar einnig afhent. Alls er búið að selja sjö hús af tólf í Hrafnalandi (rauð hús) en eins og áður hefur komið fram er öllum framkvæmdum lokið við götuna Hrímland (græn hús) en þar eru fjórtán fullbúin orlofshús. Nánari upplýsingar um orlofshús í Hálöndum veita fasteignasalar (sjá www.fasteignir.is) en faglegra upplýsinga um húsin er einnig hægt að leita á skrifstofu SS Byggir.

 Skoða alla fréttina


24.3.2015 - 5 orlofshús seld við götuna Hrafnaland

Nú styttist í afhendngu fyrsta orlofshússins við götuna Hrafnaland í Hálöndum. Nú þegar eru 5 orlofshús við götuna seld en það eru hús númer 4, 6, 8, 10 og 12. Eins og fram hefur komið, þá hefur SS Byggir ehf þegar byggt, selt og afhent 14 orlofshús við götuna Hrímland og því eru seld orlofshús alls 19 talsins á tveimur árum.Skoða alla fréttina


13.2.2015 - Hálönd séð úr lofti

Feðgarnir Þórhallur og Axel hjá Pedró-myndum tóku glæsilegar loftmyndir úr dróna af Hálöndum. Hægt er að skoða myndbandið með því að fara inn á heimasíðu Hálanda: http://www.halond.is/ og velja þar VIDEO eða smella á meðfylgjandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=shg2AVFnzZM

 Skoða alla fréttina


12.1.2015 - Framkvæmdir í Hrafnalandi

Þrátt fyrir vetrarríkið í Hálöndum, þá halda framkvæmdir áfram af krafti við byggingu orlofshúsa við götuna Hrafnaland. Nokkrar myndir frá Hrafnalandi eru tengdar við þessa frétt en þessa dagana er unnið að uppsteypu Hrafnalands 8 en næst eru síðan hús nr. 10 og 12.Skoða alla fréttina


16.12.2014 - Hálönd - gatan Hrafnaland

Gatan Hrafnaland er fyrsta gata 2. deiliskipulagsáfanga Hálanda. Við götuna munu rísa 12 orlofshús en alls gerir 2. áfangi skipulagsins ráð fyrir 36 húsum. Þegar hafa verið byggð og afhent í 1. deiliskipulagsáfanga, 14 orlofshús við götuna Hrímland. Húsin við Hrafnaland 8, 10 og 12 eru þegar seld og hús nr. 6 er frátekið. Verkstaðan er þannig að búið er að hafa jarðvegsskipti og steypa jarðplötur húsa 6, 8 og 10 og þar að auki er hafin vinna við uppsteypu veggja Hrafnalands 8. Stefnt er að afhendingu fyrstu húsanna við Hrafnaland á fyrri hluta næsta árs en byggingarhraði í Hálöndum á þessum árstíma er talsvert háður veðri.Skoða alla fréttina


2.10.2014 - Orlofshús í Lundsskógi

SS Byggir hefur hafið framkvæmdir við byggingu orlofshúss í Lundsskógi í Fnjóskadal. Húsið er sambærilegt húsum sem SS Byggir hefur byggt í Hálöndum. Verkkaupi er Trésmiðjan Börkur.Skoða alla fréttina


9.9.2014 - Fyrsti áfangi orlofshúsa - lokafrágangur.

Í fyrsta deiliskipulagshluta Hálanda eru 14 orlofshús sem öll standa við við götuna Hrímland. SS Byggir ehf hefur lokið smíði og afhendingu allra þessara húsa. Lokið hefur verið við að malbika götur og bílastæði. Lóðafrágangi er einnig lokið, ýmist með sáningu eða þökulagningu.Skoða alla fréttina


15.4.2014 - Ný skíðabraut sem tengir Hálönd við skíðasvæði

Meðfylgjandi frétt er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar. Líklega verður þetta til að auka enn á hamingju þeirra sem dvelja í Hálöndum í kringum páska og Andrésar andar leikana.

http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/ny-og-storglaesileg-skidabraut

 Skoða alla fréttina


31.3.2014 - Hálönd - 2. áfangi

Þann 26. mars sl. auglýsti Akureyrarbær 2. áfanga deiliskipulags fyrir Hálönd. Auglýsingin ásamt uppdrætti og greinargerð er aðgengileg á netinu og er slóðin: http://www.akureyri.is/skipulagsdeild/frettir/halond-fristundabyggd-2.-afangi-tillaga-ad-deiliskipulagi
Skipulagssvæðið afmarkast af Hlíðarfjalli í vestri, opnu svæði í norðri, fyrsta áfanga Hálanda í austri og akstursíþróttasvæði í suðri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús.

 Skoða alla fréttina


6.3.2014 - Hálönd - öll orlofshús í fyrsta áfanga seld!

Þann 15. febrúar 2013 voru fyrstu þrjú orlofshúsin í Hálöndum afhent eigendum sínum. Nú hafa alls 10 hús verið afhent, tvö hús eru í smíðum og önnur tvö seld með afhendingardagssetningu í sumar. Það eru því öll fjórtán orlofshúsin í fyrsta deiliskipulagsáfanganum seld á u.þ.b. einu ári.
2. áfangi deiliskipulags Hálanda gerir ráð fyrir 36 orlofshúsum til viðbótar og er skipulagsvinnan á lokastigi. SS Byggir gerir ráð fyrir að afhenda fyrstu húsin í þeim áfanga í kringum næstu áramót. Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnsins hér á heimasíðunni.

 

 Skoða alla fréttina


24.4.2013 - Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd

Viðskiptablaðið fjallar um Hálönd á VB Sjónvarpi í þessari viku. Fréttina má nálgast hér.Skoða alla fréttina


26.2.2013 - Kynning á orlofshúsum í Hálöndum heppnaðist vel

Í síðustu viku voru til sýnis fyrstu orlofshúsin í Hálöndum en nú þegar hafa þrjú hús verið afhent. Talið er að um 800 manns hafi skoðað húsin enda var mikið að gera í Hlíðarfjalli vegna vetrarfría í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Myndir og nánari upplýsingar um húsin er að finna á heimasíðu Hálanda, www.halond.is.

 Skoða alla fréttina


12.2.2013 - Opið hús í Hálöndum 16. - 21. febrúar

Það verður opið hús í Hálöndum 16. til 21. febrúar nk. sem hér segir: laugardagur 16. og sunnudagur 17. febrúar frá kl. 13 - 17. Kakó og kleinur í boði.  Einnig verður hægt að skoða hús dagana 18. til og með 21. febrúar frá kl. 14 - 17. Allir velkomnir.

Sjá nánar á heimasíðu Hálanda: www.halond.is

 


 Skoða alla fréttina


11.1.2013 - Viðtal við Sigurð Sigurðsson

Í vikunni var sýnt viðtal á sjónvarpsstöðinni N4 við Sigurð Sigurðsson, framkvæmdastjóra SS Byggir vegna Hálanda.

Viðtalið má sjá á vefnum með því að velja meðfylgjandi tengil: Viðtal við Sigurð á N4

 Skoða alla fréttina


21.12.2012 - Jólakveðja!

SS Byggir ehf óskar starfsmönnum, samstarfsaðilum og viðskiptavinum sínum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.

 

Með jólakveðjunni fylgja nokkrar myndir frá Hálöndum.Skoða alla fréttina


26.11.2012 - Fyrsta platan steypt í Hálöndum

Í síðustu viku var fyrsta gólfplatan steypt í Hálöndum. Forsenda þess að hægt var að halda áfram framkvæmdum á svæðinu var að Hálönd náðu að tengjast hitaveitukerfi NO. Ef farið er inn á fréttina má sjá nokkrar myndir frá plötusteypunni og einnig mynd af jarðverktakanum Halldóri Baldurssyni þegar fyrsta heita vatnið skilaði sér upp í Hálönd.Skoða alla fréttina


16.10.2012 - Byggingaleyfi komið í hús og framkvæmdir hafnar!

Akureyrarbær hefur gefið út byggingaleyfi fyrir fyrstu þrjú húsin í Hálöndum og munu þau standa við götuna Hrímland. Heimasíðan mun fylgjast vel með framvindu verkefnisins í vetur.Skoða alla fréttina


4.9.2012 - Gatnagerð hafin í landi Hálanda

Í síðustu viku hófust jarðvegsframkvæmdir í landi Hálanda. Í fyrstu er unnið að gatnagerð en bygging fyrstu húsanna fer síðan af stað síðar í haust. Nánar er fylgst með gangi framkvæmdanna á heimasíðu Hálanda, www.halond.is

 Skoða alla fréttina


23.12.2010 - Jólakveðja frá starfsfólki SS Byggis - Jólafrí
 
Fyrirtækið er lokað vegna jólaleyfa frá hádegi á Þorláksmessu til 3. jan.
 


Skoða alla fréttina


14.7.2010 - SS Byggir fyrirhugar frístundabyggð að Hlíðarenda
SS Byggir hefur fest kaup á um 28 hekt. af landi jörðinni Hlíðarenda ofan Akureyrar. Umrætt land liggur ofan bæjarhúsa Hlíðarenda og er því á hægri hönd ef ekið er upp Hlíðarfjallsveg. Er hugmyndin að þarna rísi orlofshús og síðar jafnvel frekari ferðaþjónusta. Hugmynda- og hönnunarvinna varðandi svæðið er komin vel í gang og á fundi skipulagsnefndar Akureyrar þann 7. júlí sl. var eftirfarnadi bókað:           
                    
                   1.  Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Hlíðarendi - breyting á nýtingu lands
SN100068
Erindi dags. 22.06.2010 frá Halldóri Jóhannssyni f.h. landeigenda, SS Byggis ehf og Akureyrarkaupstaðar, þar sem óskað er eftir að gildandi Aðalskipulagi Akureyrar 2005- 2018 verði breytt þannig að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "verslunar - og þjónustusvæði". Svæðið er um 28 ha, sjá afmörkun nánar á meðfylgjandi loftmynd. Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti tillöguna. Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að leita umsagna hagsmunaaðila á svæðinu og að láta vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu í landi Hlíðarenda sem síðar verði lögð fyrir nefndina.
Auður Jónasdóttir óskar bókað: Ég hvet til að horft verði til heildarskipulags Hlíðarfjalls og Glerárdals, en að breytingar verði ekki gerðar á smápörtum eftir séróskum hagsmunaaðila.
 
Meðfylgjandi er kynningartexti um svæðið: 

SS Byggir ehf kynnir hugmyndir að frístundabyggð við rætur Hlíðarfjalls!

Um er að ræða glæsileg orlofshús staðsett á draumastað

útilífsfólks með útsýni til allra átta

Hægt er að renna sér heim að húsunum frá skíðasvæði Hlíðarfjalls flesta daga vetrarins en einnig er örstutt í aðra afþreyingu allt árið um kring. Húsin eru aðeins í um 5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar.  Meðal afþreyingar á svæðinu má nefna:

·       Skíðasvæðið Hlíðarfjall, paradís skíða- og brettafólks á Íslandi

·       Akstursvæði KKA, félags torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri

·       Fyrirhugað akstursíþróttasvæði og ökugerði Bílaklúbbs Akureyrar

·       Reiðhöll og keppnissvæði Hestamannafélagsins Léttis

·       Æfingar- og keppnisaðstaða Skotfélags Akureyrar

·       Glerárdalur og Súlur bjóða upp á endalausa möguleika fyrir göngugarpa, vélsleðafólk og aðra unnendur útivistar og náttúru

Lifðu lífinu lifandi og tryggðu þér frábæra dvöl fyrir alla fjölskylduna að Hlíðarenda!

 Skoða alla fréttina