SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
Verkefni

Verkstæði - Tak innréttingar
Verkkaupi:
Arkitekt:
Byggingartími:
Byggingarkostnaður:

22.12.2017 - Jólafrí SS Byggir

Fyrirtækið verður lokað á milli jóla og nýárs.
Þökkum viðskiptin og ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakveðja frá starfsfólki SS Byggir!Skoða alla fréttina


19.12.2017 - Jólapeysudagur hjá SS Byggir

Jólapeysudagurinn var haldinn hátíðlegur hjá SS Byggir sl. föstudag. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kaffistofu skrifstofu og verkstæðis.Skoða alla fréttina


22.8.2017 - Fallorka semur við SS Byggir ehf um stöðvarhús

SS Byggir ehf hefur hafið byggingu á stöðvarhúsi fyrir Glerárvirkjun II. Verkkaupi er Fallorka. Framkvæmdir eru þegar hafnar og eru verklok áætluð í árslok 2017.Skoða alla fréttina


13.7.2017 - Sumarleyfi SS Byggir ehf

 SS Byggir ehf lokar vegna sumarleyfa í þrjár vikur, frá 24. júlí til og með 11. ágúst. Skoða alla fréttina


22.3.2017 - SS Byggir ehf er 39 ára

SS Byggir ehf var stofnað í mars 1978 og er fyrirtækið því 39 ára um þessar mundir. Fyrirtækið ber aldurinn vel, verkefnastaða þess er ágæt og sala íbúða og innréttinga er góð. Það eru því spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess.Skoða alla fréttina


16.9.2016 - Lokað vegna árshátíðarferðar starfsmanna!

Lokað verður hjá SS Byggir ehf vegna árshátíðarferðar starfsmanna til Skotlands dagana 22. og 23. sept. nk. Skoða alla fréttina


5.9.2016 - Andlát: Lokað vegna jarðarfarar Magnúsar Árnasonar

Þann 27. ágúst sl. lést Magnús Árnason, húsgagnasmiður. Magnús var starfsmaður SS Byggir í hartnær 30 ár. Útför hans fer fram í dag í Akureyrarkirkju kl. 13:30. SS Byggir verður lokað í dag eftir hádegi. Starfsmenn SS Byggir senda eftirlifandi eiginkonu og  fjölskyldu Magnúsar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Árnasonar.
 Skoða alla fréttina


7.7.2016 - Sumarlokun - sumarfrí

SS Byggir ehf lokar vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með 18. júlí til og með 5. ágúst.Skoða alla fréttina


19.2.2016 - Nýjar vélar á verkstæði

Undanfaranar vikur hefur SS byggir verið að innleiða nýjar vélar á verkstæði sínu að Njarðarnesi 14.
Vélarnar sem um ræðir eru:
SCM Sigma Impact 90 plötusög með ottimo perfect cut hugbúnaði.
SCM tech z2 4axis með Maestro hugbúnaði.
SCM Olimpic K800 tölvustýrð kantlímingarvél með „airfusion“ fyrir bræðslukant.
Airfusion eykur gæði kantlímingarinnar gagnvart raka og hita og samskeyti hverfa.
Munu þessar nýju vélar auka afköst og gæði í framleiðslu fyrirtækisins á innréttingum og innihurðum. 
 Skoða alla fréttina


11.1.2016 - Gleðilegt ár!

Starfsemi SS Byggir er komin á fulla ferð nú í ársbyrjun. Helstu verkefni fyrirtækisins þessa dagana eru bygging fjölbýlishúsa við Kjarnagötu 29 og 31, bygging orlofshúsa í Hálöndum og uppsteypa Norðurljósaseturs á Kárhóli í Reykjadal.  Mikið er að gera á innréttingaverkstæði fyrirtækisins og verkefnastaða þess með miklum ágætum.Skoða alla fréttina


11.12.2015 - Góðir gestir

SS Byggir ehf er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI) og hefur verið um langt skeið. Segja má að SI sé málsvari byggingarfyrirtækja þegar kemur að opinberri umræðu um byggingariðnaðinn en þessa dagana ber hátt umræða um byggingarkostnað íbúða og hlut hins opinbera þegar kemur að verðmyndun nýbygginga í gegnum byggingarreglugerð og lóðaverð o.fl. Það var því um nóg að ræða þegar formaður SI, Guðrún Hafsteinsdóttir og framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson heimsóttu SS Byggir í gær í tengslum við opinn fund Samtakanna um íbúða- og atvinnumarkað á Norðurlandi sem haldinn var á Hótel KEA.

Myndin sem er með fréttinni er af fulltrúum SI og Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdstjóra SS Byggir. Myndin er tekin í Hálöndum.Skoða alla fréttina


28.9.2015 - SS Byggir ehf steypir upp að Kárhóli

SS Byggir ehf og Aurora Observatory hafa gert með sér verksamning um að SS byggir ehf taki að sér uppsteypu og byggingarstjórn að Kárhóli í Þingeyjarsveit. Þar á að rísa um 760 m2 Norðurljósarannsóknarhús en stefnt er að því að uppsteypu verkefnsins verði lokið snemma í vetur, ef veður og aðstæður leyfa. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirkrift verksamnings í síðustu viku en á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Sigurðsson frá SS Byggir og þá Reinhard Reynisson og Halldór Jóhannsson frá Aurora.Skoða alla fréttina


22.12.2014 - Jólakveðja SS Byggir

Það er jólafrí hjá SS Byggir frá og með 22. desember til 5. janúar.

Jólakveðja frá starfsfólki SS Byggir.Skoða alla fréttina


16.1.2014 - Innihurðir frá TAK

SS Byggir ehf hóf framleiðslu á innihurðum fyrir innanlandsmarkað í nóvember 2008. Á þeim tíma sem liðinn er hefur fyrirtækið framleitt á annað þúsund innihurðir. SS Byggir ehf framleiðir vottaðar innihurðir, bæði m.t.t. eld- og hljóðvarna. Einnig framleiðir fyrirtækið rennihurðir og sérsmíðar gluggastykki og karma eftir óskum viðskiptavina. Hurðunum fylgja sérhönnuð gerefti sem smella á hurðakarmana og eru gereftin því afar auðveld og fljótleg í uppsetningu. Innihurðir eru til sýnis á skrifstofu SS Byggir ehf að Njarðarnesi 14, 603 Akureyri.Skoða alla fréttina


26.11.2013 - Tak innréttingar vinsælar

Mikið er að gera hjá starfsmönnum verkstæðis SS Byggir þessa dagana og mikið fyrirliggjandi í vetur. Góða sala hefur verið á innréttingum og innihurðum og því nánast búið að fylla framleiðsludagskrá verkstæðisins út janúar 2014. Síðar í vetur er fyrirliggjandi smíði á innréttingum og innihurðum fyrir 11 íbúðir í Kjarnagötu 27 og fyrir 23 íbúðir í Brekatúni 2.Skoða alla fréttina


20.6.2013 - Hótel KEA: Múlaberg opnar - framkvæmdum að ljúka

Vinna við breytingar á jarðhæð Hótel KEA eru langt komnar en um síðustu helgi var veitingastaðurinn Múlaberg opnaður með tilheyrandi útisvæði. Breytingum á móttöku og bar hótelsins lýkur í þessari viku. Með fréttinni eru nokkrar myndir frá liðnum vikum en sjón er sögu ríkari og eru því allir hvattir til að koma við á Múlabergi til að skoða breytingarnar og kynna sér hvað þar er í boði.Skoða alla fréttina


8.4.2013 - TAK innréttingar alltaf jafn vinsælar

Mikil og góð sala hefur verið á liðnum vetri í innréttingum og innihurðum og hefur verkstæði SS Byggir haft nóg að gera. TAK innréttingar og innihurðir er þekkt vörumerki um land allt. Innréttingaráðgjafar á skrifstofu SS Byggir taka vel á móti viðskiptavinum og teikna og gera verðtilboð viðskiptavinum að kostnaðarlausu.Skoða alla fréttina


18.3.2013 - SS Byggir 35 ára

SS Byggir er 35 ára um þessar mundir en félagið var stofnað þann 16. mars 1978. SS Byggir þakkar starfsmönnum og viðskiptamönnum farsælt samstarf í gegnum árin.Skoða alla fréttina


5.3.2013 - Hamborgarafabrikkan semur við SS Byggir

Í síðustu viku voru gerðir samningar á milli SS Byggir og Hamborgarafabrikkunar um breytingar á húsnæði sem áður hýsti Súlnaberg á Hótel Kea. SS Byggir verður aðalverktaki og ræður til sín undirverktaka eftir því sem við á. Framkvæmdir hófust í gær og stefnt er því að skila verkinu um miðjan apríl nk. Meðfylgjandi eru nokkrar þrívíðar myndir frá Hallgrími Friðgeirssyni, innanhússarkitekt fhi.Skoða alla fréttina


30.1.2013 - Fjöldi umsókna barst

SS Byggir auglýsti á dögunum eftir starfsfólki til starfa á verkstæði fyrirtækisins að Njarðarnesi 14. Fjöldi góðra umsókna barst og er ráðningarferlið á lokastigi. SS Byggir þakkar öllum umsækjendum fyrir áhugann og mun geyma umsóknirnar ef verkefnastaðan kallar á aukin umsvif.Skoða alla fréttina


15.1.2013 - SS Byggir leitar að starfsfólki á verkstæði

SS Byggir leitar að starfsmanni til starfa á innréttingaverkstæði . Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Einnig leitar SS Byggir að starfsmanni  til starfa í málningarklefa á verkstæði.
Reynsla af sprautumálun er kostur en ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður á skrifstofu fyrirtækisins að Njarðarnesi 14 en þar liggja frammi umsóknareyðublöð.
Einnig er hægt að sækja um vinnu í gegnum heimasíðuna ef valin er hnappurinn: „Atvinnuumsókn" vinstra megin á forsíðu.

SS Byggir ehf hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessi störf.

 Skoða alla fréttina


2.10.2012 - TAK innréttingar

Verkstæði SS Byggir framleiðir Tak innréttingar og innihurðir á verkstæði fyrirtækisins að Njarðarnesi 14. Á verkstæðinu starfa að jafnaði 12 til 15 starfsmenn. Að Njarðarnesi 14 er líka söluskrifstofa innréttinga. Á skrifstofunni starfa þær Harpa Hafbergsdóttir innanhússarkitekt og Signý Arnardóttir innréttingaráðgjafi við hönnun, ráðgjöf og tilboðsgerð. Val á innréttingum getur verið langt og flókið ferli. Persónuleg og góð þjónusta er mikilvægur þáttur í ferlinu. Einn hluti góðrar þjónustu við val á TAK innréttingum er að þrívíðar teikningar fylgja tilboðum viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ef valið er möguleikinn: "Skoða alla fréttina" birtast nokkrar myndir af innréttingum sem smíðaðar hafa verið á verkstæði SS Byggir ásamt þrívíðum myndum sem fylgt hafa tilboðum til viðskiptavina.

Harpa og Signý taka á móti viðskiptavinum að Njarðarnesi 14 alla virka daga frá kl.8-12 og frá kl.12.30 -16.

Verið velkomin!Skoða alla fréttina


17.7.2012 - Starfsfólk SS-Byggir í sumarskapi, gluggar þrifnir á SS-Byggir/Tak

Starfsfólk á skrifstofu SS-Byggir þrífur glugga í sumarblíðunni.

Blíðan undanfarna daga hefur verið með eindæmum góð og farið að styttast í sumarfríiðSkoða alla fréttina


30.11.2011 - N4 Sjónvarp fjallar um SS Byggir

Umfjöllunina er hægt að sjá með því að velja tengilinn hér að neðan:

http://www.n4.is/tube/file/view/2157/Skoða alla fréttina


15.11.2011 - Innréttingar og innihurðir
Verkefnastaða verkstæðis SS Byggir er mjög góð sem endra nær en á þessu ári hefur bæði verið fjölgað starfsmönnum og vinnutími lengdur. Starfsmenn verkstæðis eru nú 13 talsins auk þess sem við það starfa innanhússarkitekt og tækniteiknari. Fyrir nokkru síðan var verkstæðið fullbókað fram að jólum og eru þau verkefni sem nú eru á teikniborðinu ætluð til afhendingar í janúar og febrúar á næsta ári. Verkstæðið framleiðir innréttingar og innihurðir undir vörumerkinu TAK innréttingar. Stærsti hluti framleiðslunnar fer til einstaklinga og á þessu ári hefur um 75% framleiðslunnar farið til viðskiptavina á norð- og norðausturhluta landsins. Markmið innréttingaframleiðslunnar eru vandaður frágangur og áræðanleiki í afhendingu. Sérstaða fyrirtækisins á innréttingamarkaði felst m.a. í ráðgjöfinni sem veitt er á staðnum en öllum tilboðum fylgja þrívíðar innréttingateikningar á tölvutæku formi sem eykur gæði þjónustunnar til muna.

Skoða alla fréttina


29.11.2010 - Reykjavíkurborg semur við SS Byggi
Reykjavíkurborg, að undangengnu útboði, hefur gert samning við SS Byggi um smíði eldvarnarhurða í Breiðholtsskóla. Afhending hurðanna er þann 15. janúar nk. Einng var á dögunum gerður samningur á milli Hótel KEA og SS Byggis um endurinnréttingu 24 herbergja og því fylgir m.a. smíði innihurða. Verkefnastaða verkstæðisins er og hefur verið mjög góð undanfarin ár og vörumerki þess: TAK innréttingar og TAK innihurðir eru þekkt um allt land. Á myndinni eru þeir Magnús Árnason og  Ásgeir Friðriksson við hurðaframleiðsluna.

Skoða alla fréttina


1.7.2010 - Mikið að gera á verkstæðinu
Það er í nógu að snúast þessa dagana á verkstæði SS Byggis en nú styttist í sumarlokun fyrirtækisins sem er 3 vikur að þessu sinni. (19/7 til 6/8). Sú óvanalega staða er upp á tengingnum þessa dagana, að auk þess að vera smíða innréttingar fyrir fólk og fyrirtæki, þá eru yfirstandandi afhendingar á innréttingum til fjögurra skóla. Það eru Sæmundarskóli í Reykjavík, Grenivíkurskóli, Giljaskóli og Verkmenntaskólinn á Akureyri.   

Skoða alla fréttina


6.5.2010 - Góð sala á innréttingum og innihurðum

Sala á innréttingum og innihurðum hefur farið fram úr björtustu vonum að undanförnu og er nú svo komið að verkstæði okkar er nær fullbókað fram yfir sumarfrí. Um helmingur þeirra verka sem nú eru í vinnslu eru fyrir viðskiptavini okkar á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmyndari heimasíðunnar náði þessum myndum á verkstæðinu í liðinni viku.Skoða alla fréttina