SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
Gæðakerfi
Á haustmánuðum 2001 var tekið upp hjá fyrirtækinu gæðakerfi Samtaka Iðnaðarins.
Á heimasíðu SI má meðal annars lesa eftirfarandi um gæðastjórnun:
,,Aukin gæðavitund starfsmanna fyrirtækisins og betri nýting tíma og hráefnis eykur ánægju viðskiptavinarins og viðskiptatækifærum fjölgar. Mistökum fækkar og óhagræði minnkar sem leiðir af sér betri framlegð og meiri afköst, án fjölgunar vinnustunda. Af gæðastjórnun leiðir að starfsfólk og stjórnendur fá meiri tíma til að sinna starfi og leik, yfirvinnan minnkar, frítíminn lengist og lífsgæðin aukast. Starfsfólk verður ánægðara, það skapast meira vinnuöryggi, aukin hæfni og gott orðspor fyrir viðkomandi”

Þetta eru orð að sönnu og segja mikið um markmið gæðastjórnunarkerfisins en eftir stendur spurningin ,,hvernig er hægt að auka gæðavitund starfsmanna”?
Við sjáum það fyrir okkur með því að kynna leiðbeiningar framleiðanda um meðferð og meðhöndlun á vörum, gera starfsmönnum betur ljóst ferlið frá hugmynd að fullfrágengnu húsi og að það liggi ljóst fyrir frá byrjun verks hvernig það þurfi að vinnast ef þessi markmið eiga að nást.