SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
Saga
Trésmiðjan Tak hf. var stofnuð árið 1990 af þeim Friðfinni Pálssyni, Kristni Skúlasyni, Ingu Tryggvadóttur og Önnu Pétursdóttur. Friðfinnur og Kristinn höfðu starfað saman hjá fyrirtæki í innréttingaframleiðslu, sem hætti starfsemi. Nafn fyrirtækisins var síðar breytt í TAK innréttingar ehf.
Frá upphafi hefur framleiðslan verið eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar, ásamt öllum þeim skápum sem innrétting húsnæðis kallar á. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita alla þá ráðgjöf og þjónustu sem viðskiptavinur þarfnast.
 
Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt síðustu ár og eru framleiðsluvörur fyrirtækisins seldar um allt land. Í dag vinna 12 manns hjá fyrirtækinu.
 
SS Byggir ehf. keypti TAK-innréttingar í febrúar 2006 og flutti starfsemi sína í húsnæði TAK-innréttingar að Njarðarnesi. Húsnæði fyrirtækjanna tveggja hefur verið stækkað með tilliti til ört vaxandi starfsemi.